Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi.

AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi árið 1944. Málþingið fer fram í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, laugardaginn 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.

Steinunn Jóhannesdóttir Hayes: "Ég vildi verða eitthvað mikið og vinna afrek"

Fyrirlestur Þorgerðar Önnu Björnsdóttur um Steinunni Jóhannesdóttur Heyes í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudag 26. apríl, kl. 13:30.

"Ég heyri klukknaklið" - Ítalíuferð Davíðs Stefánssonar skálds.

Dagskrá Valgerðar H. Bjarnadóttur þar sem hún segir sögur af ferðum Davíðs Stefánssonar skálds um Ítalíu og ekki síst Assísi og les úr ljóðum hans og öðrum skrifum og sýnir myndir. Dagskráin fer fram í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 10. maí, kl. 13:30.

Mín eigin lög - kynning á bók um málsmeðferðarreglur á Alþingi

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, kynnir bókina sína, í stofu M101 í HA, miðvikudag 3. apríl 2024, kl. 12:15.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar febrúar 2024

Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2024

Í síðustu viku fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2024 í Menningarhúsinu Hofi.

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.

Jólakveðja

AkureyrarAkademían óskar félögum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2024

Fyrir skömmu voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir árið 2024. Úthlutað var samtals 73,6 m.kr. til 76 verkefna í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA úthlutar styrkjum

Þann 1. desember sl. afhenti KEA styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins og fór úthlutunin fram í Hofi.