Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar september 2023

Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út.

Aðbúnaður geðveiks fólks á Akureyri og í nágrannabyggðum á 19. öld

Fyrirlestur Sigurgeirs Guðjónssonar, sagnfræðings, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 29. september, kl. 13:30.

Fræðaþing 2023

Fræðaþing 2023 verður haldið í Reykjavík, í Fróða, fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, föstudaginn 22. september, kl. 13:00 til 17:00, undir yfirskriftinni - Innan garðs og utan.

Frumkvöðlar hjá AkureyrarAkademíunni

Þessa dagana eru frumkvöðlar að koma sér fyrir hjá AkAk til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna en samkvæmt samstarfssamningi Akureyrarbæjar og AkAk býðst einstaklingum að fá endurgjaldslausa vinnuaðstöðu hjá AkAk til að vinna að þróun verkefna á þessu sviði.

Opið hús hjá AkureyrarAkademíunni

Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum í verslunarmiðstöðinni að Sunnuhlíð 12, laugardaginn 26. ágúst, kl. 14:00-16:00, en þá ætlum við að kynna starfsemina og sýna vinnuaðstöðuna. Öll velkomin í heimsókn. Heitt á könnunni og meðlæti.

Sigrún Höskuldsdóttir, kennari og listakona

Í gær fór fram útför Sigrúnar Höskuldsdóttur, kennara og listakonu.

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar júní 2023

Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í apríl sl.

Vorferð

Hefð er fyrir því að félagar AkureyrarAkademíunnar fari í árlega vorferð til að skoða áhugaverða staði á Norðurlandi og næra félagsskapinn og andann.

Fyrirlestur fyrir íbúana á Hlíð og aðra bæjarbúa

Föstudaginn 19. maí sl. var listakonan Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir – Hadda - með skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur í salnum á Hlíð um það hvernig sauðkindin og afurðir hennar hafa nært sköpunarsögu okkar frá upphafi byggðar á Íslandi og veitt innblástur í verklega og andlega list og handiðnir.