Fjölmenning á Akureyri

Þann 29. október sl. efndi AkAk til málþings í Hofi um það sem verið er að gera hér í bænum til að auka færni innflytjenda í íslensku og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu. 

Fjölmenning á Akureyri:Innflytjendur og íslenskan

Málþing á vegum AkureyrarAkademíunnar verður haldið í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardag 29. október, kl. 14:00 – 17:00.

Hernámsárin á Akureyri

Fjórði og síðasti fyrirlesturinn á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa fór fram 21. október sl. en þá var Jón Hjaltason, sagnfræðingur og félagi í AkAk, með fyrirlestur á Lögmannshlíð um hernámsárin á Akureyri með fjölda mynda um veru breska hersins í bænum.

Fyrirlestur um hernámsárin á Akureyri

Í september 1939 skall á skelfilegasta stríð veraldarsögunnar. Árið eftir var Ísland hertekið af breskum her. Hvernig kom þessi mikli hildarleikur við Akureyringa? Hvenær komu hermennirnir til Akureyrar og hvar settu þeir niður herbúðir sínar? Hvernig brugðust bæjarbúar við hernámsliðinu og hvaða áhrif hafði hernámið á mannlífið hér í bænum?