Um samstarf

AkureyrarAkademían hefur lengi átt farsælt samstarf við Háskólann á Akureyri og ReykjavíkurAkademíuna og í samvinnu við Akureyrarbæ bjóðum við einstaklingum upp á endurgjaldslausa aðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna.

Einnig hafa fjölmargar opinberar stofnanir, félög og fyrirtæki, unnið með okkur að fræðslu- og menningarmálum, eða lagt þeim lið.