Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar apríl 2022

Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl.

Hvers konar þéttbýli viljum við?

Í gær hlýddu um 60 til 70 manns á fyrirlestur dr. Páls Jakobs Líndals umhverfissálfræðings um skipulagsmál sem hét: Hvers konar þéttbýli viljum við?

Spennandi sumarstarf fyrir háskólanema í upplýsingafræði og sagnfræði

ReykjavíkurAkademían óskar eftir að ráða tvo háskólanema í sumar, annan í upplýsingafræði og hinn í sagnfræði, til að vinna við rannsóknarverkefnið: Gagnagrunnur um starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið í samvinnu við AkureyrarAkademíuna. Um er að ræða fullt starf í þrjá mánuði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júní.

Hvers konar þéttbýli viljum við?

Þriðjudaginn 26. apríl nk. mun dr. Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur, halda fyrirlestur á vegum AkureyrarAkademíunnar um skipulagsmál sem hefur yfirskriftina: Hvers konar þéttbýli viljum við?

Líf doktorsnema í AkureyrarAkademíunni

Pistill Steinunnar A. Ólafsdóttur um líf hennar sem doktorsnema í AkureyrarAkademíunni.

Styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

AkureyrarAkademían og ReykjavíkurAkademían fengu nýlega styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða tvo háskólanemendur, annan í upplýsingafræði og hinn í sagnfræði, til að vinna gagnagrunn um fjölda, menntun, starfsaðstæður og verk sjálfstætt starfandi fræðafólks, sem á tímabilinu 1997 – 2021 starfaði um lengri eða skemmri tíma í ReykjavíkurAkademíunni og í AkureyrarAkademíunni.

Hér stóð búð

Þann 8. apríl sl. var fyrsti fyrirlesturinn haldinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna á Akureyri og aðra bæjarbúa.

Hér stóð búð

Þann 8. apríl nk. verður fyrsti fyrirlesturinn haldinn í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna á Akureyri og aðra bæjarbúa.