Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar júní 2021

Hér er þriðja fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári og í því er greint frá helstu tíðindum úr starfinu á vettvangi AkAk frá því að síðasta fréttabréf var sent út í apríl sl.

Saga netagerðar á Íslandi

Bókin, Saga netagerðar á Íslandi, eftir Sigurgeir Guðjónsson akademóna og sagnfræðing kom nýlega út í prentaðri útgáfu en áður var búið að gefa hana út sem rafbók. Útgefandi er Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM).

Fimmtudagsviðburðir á Iðnaðarsafninu í sumar

Í sumar verður Iðnaðarsafnið á Akureyri með viðburði á fimmtudögum.