Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar nóvember 2023

Nýtt Fréttabréf AkAk er komið út.

Vel sótt málþing um umhverfis- og loftslagsmál

Um 70 gestir sóttu málþingið „Á brún hengiflugsins?“ í Menningarhúsinu Hofi síðasta laugardag sem var haldið í samstarfi Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar. Á málþinginu var fjallað um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum og það sem þurfi að gera hér í bænum til að takast á við loftslagsvána.

Þekkingarþing og endurnýjun samstarfssamnings

Háskólinn á Akureyri og AkureyrarAkademían hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli.