Þrítugur dæmdur, sextugur heiðraður - Davíð Stefánsson á Akureyri

Fyrirlestur Valgerðar H. Bjarnadóttur: Þrítugur dæmdur, sextugur heiðraður - Davíð Stefánsson á Akureyri

Skólasögustrætó og söguganga á Akureyrarvöku

Það var líf og fjör á Akureyrarvöku og gaman að geta boðið bæjarbúum upp á að koma með í Skólasögustrætó og gönguferð um elstu hverfi bæjarins til að rifja upp/kynnast hvernig menntun og frístundum barna hér í bænum var háttað hérna áður.

Komdu með í skólasögustrætó 28. ágúst!

Í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar verður boðið upp á leiðsögn í skólasögustrætó og gönguferð á Akureyrarvöku þar sem fjallað verður um menntun og frístundir barna á Akureyri fyrstu 100 árin í sögu bæjarins með áherslu á leikvelli, barnaheimili/leikskóla, smábarnaskóla og barnaskóla.

Opið hús hjá AkureyrarAkademíunni

Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum að Sunnuhlíð 12, laugardaginn 27. ágúst, kl. 14:00 - 16:00.

Opið fyrir umsóknir í Vaxtarrými fyrir norðlenska sprota

Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt býður nú upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall sem beinist að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakinu. Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember með veglegum lokaviðburði þar sem þátttökuteymin halda fjárfestakynningar.

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum í samstarfi við Akureyrarbæ.