22.08.2022
Í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar verður boðið upp á leiðsögn í skólasögustrætó og gönguferð á Akureyrarvöku þar sem fjallað verður um menntun og frístundir barna á Akureyri fyrstu 100 árin í sögu bæjarins með áherslu á leikvelli, barnaheimili/leikskóla, smábarnaskóla og barnaskóla.
22.08.2022
Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum að Sunnuhlíð 12, laugardaginn 27. ágúst, kl. 14:00 - 16:00.
16.08.2022
Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt býður nú upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall sem beinist að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakinu. Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. nóvember með veglegum lokaviðburði þar sem þátttökuteymin halda fjárfestakynningar.
12.08.2022
AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum í samstarfi við Akureyrarbæ.
22.06.2022
Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í apríl sl.
30.05.2022
Föstudaginn 27. maí sl. var Rannveig Karlsdóttir, kennari og þjóðfræðingur, með fyrirlestur fyrir íbúana á Lögmannshlíð og aðra bæjarbúa um ævi og störf brautryðjandans og kvenskörungsins Jóninnu Sigurðardóttur (1879-1962) húsmæðrakennara.
27.05.2022
Á ársfundi AkAk 2022 sem var haldinn þriðjudaginn 24. maí sl. fóru m.a. fram kosningar í stjórn og fulltrúaráð á komandi starfsári.
20.05.2022
Í vikunni stóðu AkAk og HA fyrir opnum umræðufundi um vísindasamfélagið á Akureyri og hvernig megi efla það ennfrekar.
20.05.2022
Fyrirlestur Rannveigar Karlsdóttur, kennara og þjóðfræðings, um ævi og störf brautryðjandans og kvenskörungsins Jóninnu Sigurðardóttur (1879-1962) húsmæðrakennara.
13.05.2022
Ársfundur AkAk 2022 verður haldinn þriðjudaginn 24. maí nk. í húsnæði AkAk, Sunnuhlíð 12, Akureyri.