Ókeypis vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla

Minnt er á að enn er hægt að sækja um vinnuaðstöðuna. Gríptu þetta frábæra tækifæri og sæktu um!

Góðir gestir í heimsókn

Við hjá AkureyrarAkademíunni fengum góða gesti til okkar í gær, 17. febrúar, en þá kom Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála í heimsókn með fríðu föruneyti til að kynna sér starfsemi Akademíunnar. ​

Norðurorka hf. úthlutar styrkjum til samfélagsverkefna

Þann 17. febrúar sl. úthlutaði Norðurorka hf. styrkjum til samfélagsverkefna. AkureyrarAkademían fékk styrk til að halda fyrirlestra fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna á Akureyri á þessu ári sem verða líka opnir fyrir aðra bæjarbúa.

Úthlutun úr Menningarsjóði Akureyrar

Fyrir skömmu fékk AkureyrarAkademían styrk hjá Menningarsjóði Akureyrar til að vera með fyrirlestra og sögugöngu fyrir bæjarbúa í tengslum við 160 ára afmæli Akureyrarbæjar á þessu ári. Sögugangan er í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri.

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ. Vinnuaðstaðan er í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Sunnuhlíð 12, og er án endurgjalds og hugsuð sem styrkur til viðkomandi verkefna.

Lifandi og fjölbreytt samfélag í 15 ár

Umfjöllun á Akureyri.net um 15 ára afmæli AkureyrarAkademíunnar.

Verkalýðs- og stjórnmálastarf Elísabetar Eiríksdóttur á Akureyri og landsvísu

Til stóð, eins og áður, að bjóða íbúum öldrunarheimilanna á Akureyri og öðrum bæjarbúum upp á fyrirlestra haustið 2021 en samkomutakmarkanir út af Covid-19 komu í veg fyrir það.

HEFUR AUÐGAÐ MENNINGU OG MANNLÍF Í SAMFÉLAGINU Í 15 ÁR

Í síðustu viku hafði Vikublaðið viðtal við Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing um skýrslu sem hún tók saman um verkefni og viðburði á vettvangi AkureyrarAkademíunnar í tilefni af 15 ára afmæli AkAk á þessu ári.

Lifandi og fjölbreytt samfélag í 15 ár

Hér umfjöllun á Kaffid.is um AkureyrarAkademíuna og 15 ára afmælið.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar nóvember 2021

Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum frá því að síðasta fréttabréf var sent út í september sl.