Jólakveðja

AkureyrarAkademían óskar félögum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2024

Fyrir skömmu voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir árið 2024. Úthlutað var samtals 73,6 m.kr. til 76 verkefna í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA úthlutar styrkjum

Þann 1. desember sl. afhenti KEA styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins og fór úthlutunin fram í Hofi.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar nóvember 2023

Nýtt Fréttabréf AkAk er komið út.

Vel sótt málþing um umhverfis- og loftslagsmál

Um 70 gestir sóttu málþingið „Á brún hengiflugsins?“ í Menningarhúsinu Hofi síðasta laugardag sem var haldið í samstarfi Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar. Á málþinginu var fjallað um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum og það sem þurfi að gera hér í bænum til að takast á við loftslagsvána.

Þekkingarþing og endurnýjun samstarfssamnings

Háskólinn á Akureyri og AkureyrarAkademían hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli.

Á brún hengiflugsins? Málþing um umhverfis- og lofslagsmál á Akureyri

Málþing á vegum Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum, í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, 4. nóvember 2023, kl. 14:00.

Ásýnd Akureyrar: Stiklað á stóru um upphaf trjáræktar á Akureyri

Fyrirlestur í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 27. október, kl. 13:30. Tryggvi Marinósson, garðyrkjufræðingur, fjallar um merk tré á Akureyri, upphaf trjáræktar í bænum og um áhrif trjágróðurs og grænna svæða á ásýnd Akureyrar.

Bakarís-fyrirlestur:Heilsa og færni einstaklinga sem hafa fengið heilaslag

Fimmtudaginn 12. október nk. kynnir dr. Steinunn A. Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og lektor við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar um heilsu og færni einstaklinga sem hafa fengið heilaslag. Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar september 2023

Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út.