Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar febrúar 2021

Hér kemur fyrsta Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári.

Kraftur settur í rannsóknir um haf, loftslag og samfélag

Arndís Bergsdóttir, akademóni, er meðal sex nýdoktora sem nýlega voru ráðnir til rannsóknarstarfa við nýstofnað Rannsóknarsetur Margrétar Þórhildar Danadrottningar og Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta Íslands um haf, loftslag og samfélag (ROCS).