25.02.2022
Pistill dr. Martinu Huhtamäki um tímann hennar í AkureyrarAkademíunni.
24.02.2022
Nýtt fréttabréf AkAk er komið út og þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í nóvember sl. og einnig er þar skemmtilegur pistill eftir dr. Martinu Huhtamäki, lektor í norrænum málum við Háskólann í Helsinki, sem heitir Tíminn minn í AkureyrarAkademíunni.
21.02.2022
Minnt er á að enn er hægt að sækja um vinnuaðstöðuna. Gríptu þetta frábæra tækifæri og sæktu um!
18.02.2022
Við hjá AkureyrarAkademíunni fengum góða gesti til okkar í gær, 17. febrúar, en þá kom Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála í heimsókn með fríðu föruneyti til að kynna sér starfsemi Akademíunnar.
18.02.2022
Þann 17. febrúar sl. úthlutaði Norðurorka hf. styrkjum til samfélagsverkefna. AkureyrarAkademían fékk styrk til að halda fyrirlestra fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna á Akureyri á þessu ári sem verða líka opnir fyrir aðra bæjarbúa.
18.02.2022
Fyrir skömmu fékk AkureyrarAkademían styrk hjá Menningarsjóði Akureyrar til að vera með fyrirlestra og sögugöngu fyrir bæjarbúa í tengslum við 160 ára afmæli Akureyrarbæjar á þessu ári. Sögugangan er í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri.
03.01.2022
AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ. Vinnuaðstaðan er í húsnæði AkureyrarAkademíunnar, Sunnuhlíð 12, og er án endurgjalds og hugsuð sem styrkur til viðkomandi verkefna.
08.12.2021
Umfjöllun á Akureyri.net um 15 ára afmæli AkureyrarAkademíunnar.
01.12.2021
Til stóð, eins og áður, að bjóða íbúum öldrunarheimilanna á Akureyri og öðrum bæjarbúum upp á fyrirlestra haustið 2021 en samkomutakmarkanir út af Covid-19 komu í veg fyrir það.
29.11.2021
Í síðustu viku hafði Vikublaðið viðtal við Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing um skýrslu sem hún tók saman um verkefni og viðburði á vettvangi AkureyrarAkademíunnar í tilefni af 15 ára afmæli AkAk á þessu ári.