Vinnuaðstaða

AkureyrarAkademían er til húsa í verslunar- og þjónustumiðstöðinni við Sunnuhlíð 12, Akureyri.

Þar býðst nemum í háskólanámi, þeim sem sinna fræði- og ritstörfum, og frumkvöðlum, að leigja sér vinnuaðstöðu á sanngjörnu verði og njóta samvista við fólk með fjölbreyttan bakgrunn úr ólíkum fræðigreinum og sviðum. 

Skrifborð og nettenging er til staðar, aðgangur að prentara, skanna, hefðbundnum skrifstofuvörum, fundarherbergi með fjarfundabúnaði og matar- og kaffiaðstöðu.

Við leggjum áherslu á góða aðstöðu, hvetjandi umhverfi og skemmtilegan starfsanda og að þau sem hafa samastað hjá okkur leggi sitt af mörkum til starfseminnar. 

AkureyrarAkademían og ReykjavíkurAkademían eru með samkomulag um að einstaklingar sem leigja vinnuaðstöðu á hvorum stað fyrir sig geti fengið endurgjaldslausan aðgang að vinnuaðstöðu í hinni Akademíunni, allt að einum mánuði. Nánari upplýsingar um þennan möguleika má nálgast hjá skrifstofum Akademíanna.

AkureyrarAkademían býður líka upp á endurgjaldslausa vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi Akureyrarbæ.