Um 70 gestir sóttu málþingið „Á brún hengiflugsins?“ í Menningarhúsinu Hofi síðasta laugardag sem var haldið í samstarfi Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar. Á málþinginu var fjallað um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum og það sem þurfi að gera hér í bænum til að takast á við loftslagsvána.