Nýtt fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út.
Þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í september sl.
Fimmtudaginn 24. október nk. kynnir Martina Huhtamäki, kennari við Háskólann í Helsinki, rannsóknir hennar og Väinö Syrjälä á tungumálslega landslaginu á Akureyri en þær beinast að því að skoða notkun tungumála út frá samfélagslegu sjónarhorni. Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.