Úthlutun úr Menningarsjóði Akureyrar

Meðal verkefna sem Menningarsjóður Akureyrar styrkir á þessu ári er samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimilanna í bænum sem felur í sér að akademónar halda fyrirlestra á heimilunum fyrir íbúana sem eru jafnframt opnir öðrum bæjarbúum.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar apríl 2021

Hér er annað fréttabréf AkureyrarAkademíunnar á þessu ári og í því er greint frá helstu tíðindum úr starfinu á vettvangi AkAk frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl.

Ársfundur AkureyrarAkademíunnar 2021

Ársfundur AkureyrarAkademíunnar (AkAk) 2021 verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk. kl. 20:00 í fundarsal KFUM/K í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð 12, Akureyri. Gengið er upp tröppur að sunnanverðu og er salurinn á 2. hæð. Gætt verður í hvívetna að reglum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk en í salnum er rúm fundaraðstaða.

Endurnýjun samstarfssamnings Akademíanna

Í dag undirrituðu framkvæmdastjórar AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar nýjan samstarfssamning Akademíanna til næstu þriggja ára.

"Þegar kona brotnar - og leiðin út í lífið á ný"

Bókin "Þegar kona brotnar - og leiðin út í lífið á ný" eftir Sigríði Arnardóttur (Sirrý) kom út árið 2019 í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingu og fyrir skömmu sem hljóðbók. Þar segja 12 konur sögu sína af því að kulna, brotna, örmagnast og hvernig þær finna lífsgleðina og starfsorkuna á ný.