Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar september 2023

Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út.

Aðbúnaður geðveiks fólks á Akureyri og í nágrannabyggðum á 19. öld

Fyrirlestur Sigurgeirs Guðjónssonar, sagnfræðings, í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 29. september, kl. 13:30.

Fræðaþing 2023

Fræðaþing 2023 verður haldið í Reykjavík, í Fróða, fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, föstudaginn 22. september, kl. 13:00 til 17:00, undir yfirskriftinni - Innan garðs og utan.

Frumkvöðlar hjá AkureyrarAkademíunni

Þessa dagana eru frumkvöðlar að koma sér fyrir hjá AkAk til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna en samkvæmt samstarfssamningi Akureyrarbæjar og AkAk býðst einstaklingum að fá endurgjaldslausa vinnuaðstöðu hjá AkAk til að vinna að þróun verkefna á þessu sviði.