Gagnagrunnur

Árið 2021 voru 15 ár frá stofnun Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi og sjö ár frá stofnun AkureyrarAkademíunnar. Í tilefni af þessum tímamótum kom út skýrsla á vegum AkureyrarAkademíunnar sem felur annars vegar í sér skrá yfir verkefni sem fólk hefur unnið að hjá félaginu og Akademíunni á þessu 15 ára tímabili og hins vegar yfir viðburði á sama tíma. 

Tilgangurinn með skýrslunni er að upplýsa almenning og stjórnvöld um það mikla og fjölbreytta starf sem farið hefur fram undir merkjum félagsins og Akademíunnar. 

Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur hafði umsjón með skýrslugerðinni og ritaði inngang. Sjá skýrsluna hér

Skránum hefur verið komið fyrir í gagnagrunni á vefsíðu Akademíunnar sem hægt er fletta upp í með leitarorðum. Gagnagrunnurinn verður reglulega uppfærður með nýjum upplýsingum um verkefni og viðburði. 

Gagnagrunnur