Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi.

AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi árið 1944. Málþingið fer fram í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, laugardaginn 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.

Steinunn Jóhannesdóttir Hayes: "Ég vildi verða eitthvað mikið og vinna afrek"

Fyrirlestur Þorgerðar Önnu Björnsdóttur um Steinunni Jóhannesdóttur Heyes í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudag 26. apríl, kl. 13:30.

"Ég heyri klukknaklið" - Ítalíuferð Davíðs Stefánssonar skálds.

Dagskrá Valgerðar H. Bjarnadóttur þar sem hún segir sögur af ferðum Davíðs Stefánssonar skálds um Ítalíu og ekki síst Assísi og les úr ljóðum hans og öðrum skrifum og sýnir myndir. Dagskráin fer fram í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 10. maí, kl. 13:30.