Fortíðin verður í forgrunni sem aldrei fyrr sex fimmtudaga í febrúar og mars. Minjasafnið á Akureyri, AkureyrarAkademían og Sagnfræðingafélag Íslands standa að viðburðaröð um sagnfræði þar sem boðið verður upp á fjölbreytta fyrirlestra um ljósmyndir, lykt, sjúkdóma, persónur og átök svo nokkuð sé nefnt.
Dr. Guðni Th. Jóhannesson, prófessor við Háskóla Íslands, heldur opnunarfyrirlesturinn 5. febrúar. Hvað gerðist á togarabryggjunni 14. maí 1973 þar sem Othello lá við bryggju? Hvaða lærdóm má draga af því og öðrum þáttum í þorskastríðssögu Íslendinga?
Fyrirlestrarnir eru haldnir á Minjasafninu á Akureyri fimmtudagana 5.,12. og 19. febrúar og mars kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis. Fylgist með á samfélagsmiðlum eða heimasíðum samstarfsaðila fyrirlestranna.
Dagskrá:
Febrúar
Mars