Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri

Föstudaginn 28. apríl sl. fór fyrsti fyrirlesturinn fram í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. 

Um þrjátíu manns komu saman í salnum í Lögmannshlíð til að hlusta á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur Bryndísar Fjólu Pétursdóttur um verkefnið Huldustígur, huldufólkið og álfana sem búa í Lystigarðinum á Akureyri og mikilvægi þess að við ræktum samband okkar við náttúruna.

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári.