Fundur akademíanna í Húnavatnssýslum

Laugardagurinn var notaður til að heimsækja áhugaverða staði, Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi, Þingeyrakirkju, Kolugljúfur í Víðidal, Víðidalstungukirkju og Selasetrið á Hvammstanga.

Á sunnudeginum var haldin vinnustofa um aukið samstarf félaga og akademíanna. Þar sköpuðust góðar umræður og fjöldi góðra tillagna kom fram og samhljómur um að gera þessa helgi að fyrsta árlega fundi akademíanna.

Við hjá AkAk þökkum félögum okkar í ReykjavíkurAkademíunni kærlega fyrir gefandi og ánægjulega samveru.