Fræðaþing 2023

Fræðaþing 2023 verður haldið í Reykjavík, í Fróða, fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, föstudaginn 22. september, kl. 13:00 til 17:00, undir yfirskriftinni Innan garðs og utan.

 

Á þinginu verður sjónum beint að hlutverki hug- og félagsvísinda, fræðasamfélaginu utan háskólanna, opinberri fjármögnun áhugadrifinna rannsókna og möguleikum ungs fólks að láta til sín taka við rannsóknir og þekkingarmiðlun.

Sjá dagskrána hér.