Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi.

Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi.

 Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, laugardaginn 4. maí, kl. 14:00-17:00. 

 AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi þann 17. júní 1944. Málþinginu er ætlað að vera vettvangur fyrir samræður og skoðanaskipti fræðimanna og almennings um lýðveldisstofnunina, stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi. Hvernig hefur tekist til? Hvaða lærdóma má draga?

Málþingsstjóri er Þorgerður Anna Björnsdóttir, kínverskufræðingur, verkefnastjóri við Konfúsíusarstofnun Háskóla Íslands og félagi í AkureyrarAkademíunni.

Í tengslum við málþingið verða sýndar ljósmyndir frá Akureyri þegar bæjarbúar fögnuðu stofnun lýðveldis á Íslandi 17. júní 1944 sem Minjasafnið á Akureyri hefur tekið saman.

Umræður á málþinginu fara fram í tveimur málstofum með þátttöku fræðimanna við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands.

Dagskrá

Kl. 14:00. Setning. Sigurgeir Guðjónsson, stjórnarformaður AkureyrarAkademíunnar. 

Kl. 14:10. Fyrri málstofa. Lýðveldið í sögulegu ljósi.

Þátttakendur:

  • Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
  • Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
  • Umræðustjóri: dr. Sigrún Stefánsdóttir, stundakennari við hug-og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og sjálfstætt starfandi fjölmiðlafræðingur.

Áherslur: 

Hvað er stjórnarskrá og til hvers er hún? Hverju breyttu Íslendingar í henni? Hver er sagan á bak við 26. greinina? Aðkoma kvenna að breytingum á stjórnarskránni og hverju náðu þær í gegn? Þjóðaratkvæðagreiðslan einstæða við lýðveldisstofnunina. Hvað fannst Dönum og Kristjáni 10. konungi um framvindu mála á Íslandi? Rigningardagurinn mikli 17. júní 1944 - gildi hans í hugum þjóðarinnar? Hvað varð um fjallkonuna á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum? Forsetaembættið og Sveinn Björnsson. Hver var maðurinn og var sátt um hann? Hvernig var hann valinn til embættisins? Hvaða áhrif hafði hann og hverjar eru meginbreytingar á embættinu eins og það er í dag? Var tímasetningin á stofnun lýðveldisins rétt í ljósi sögunnar? Hvað veit unga kynslóðin um þessi tímamót í sögu þjóðarinnar?

Kl. 15:10. Kaffihlé.

Kl. 15:45. Seinni málstofa. Lýðræði og stjórnskipan íslenska lýðveldisins. 

Þátttakendur:

  • Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
  • Þorvaldur Gylfason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands.
  • Umræðustjóri: Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðla- og stjórnmálafræði og deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Áherslur:

Hvað einkennir íslenskt lýðræði og hvernig það hefur þróast á lýðveldistímanum. Jafnframt verður kastljósinu beint að hugmyndum um úrbætur á lýðræði og stjórnskipaninni og tekist á við áleitnar spurningar. Hvernig stöndum við í samanburði við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við? Hvaða áhrif hefur gjörbreytt flokkakerfi á stjórnarfarið og hvaða áhrif hefur það á hlutverk stjórnmálaflokkanna? Hvaða úrbætur eru brýnar til að efla lýðræðið? Dugir tillaga stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá til að tryggja úrbætur? Hvað með þjóðaratkvæðagreiðslur eða aukið persónukjör?

Kl. 17:00. Málþingslok. Sigurgeir Guðjónsson, stjórnarformaður AkureyrarAkademíunnar. 

Öll hjartanlega velkomin