"Þegar kona brotnar - og leiðin út í lífið á ný"

Margrét Guðmundsdóttir, akademóni og sagnfræðingur, er höfundur kafla í bókinni þar sem hún ræðir um störf kvenna – bæði launuð og ólaunuð – og bjargráð þeirra í baráttunni fyrir betra lífi eða einfaldlega til að lifa af. Saga formæðra okkar er borin saman við flókið og margbreytilegt líf ungra kvenna í samtímanum. Mæður þeirra, ömmur eða langömmur tóku sér orðið kulnun aldrei í munn. Langmæðgur okkar lögðust hins vegar sumar í kör og risu jafnvel ekki upp úr fletum sínum um lengri eða skemmri tíma. Þær fundu þrátt fyrir allt leið til að mæta erfiðum og þungbærum aðstæðum.