Vinna kvenna í Eyjafirði - falin og ófalin - á fyrri helmingi 20. aldar

Margrét Guðmundsdótti sagnfræðingur og Þórarinn Hjartarson syngjandi sagnfræðingur fjölluðu um vinnu kvenna í Eyjafirði á fyrri helmingi 20. aldar.

Það lá vel við að Margrét héldi síðasta erindið þennan veturinn en hún átti hugmyndina að því að bjóða íbúunum á öldrunarheimilunum upp á fræðandi fyrirlestra. 

Við í AkureyrarAkademíunni þökkum starfsfólki og heimilisfólki öldrunarheimilanna fyrir gott og gefandi samstarf.

Fyrirlesturinn er styrktur af Samfélagssjóði Norðurorku hf.