Upplestur á Amtsbókasafninu mánudaginn 30. október kl. 17:00

Vistarbandið var skylda búlausra til að ráða sig í ársvistir hjá bændum og lúta húsaga þeirra. Það var ein af grunnstoðum samfélagsins á 19. öld og setti mark sitt á daglegt líf alþýðu og hefur verið líkt við ánauð. En var það í raun svo? Voru vinnuhjú þrælar undir hæl húsbænda sinna? Eða voru þau agalaus og óhlýðin líkt og tíðar umkvartanir ráðamanna gáfu til kynna?

Í bókinni er varpað ljósi á togstreitu á milli undirsáta og yfirboðara í gamla sveitasamfélaginu. Einblínt er á löngun vinnufólks til að ráða eigin högum, möguleikum þess til að spyrna við valdboði, andæfa hlutskipti sínu og öðlast sjálfsvirðingu og reisn.