Umræðufundur um framtíðarstefnu AkureyrarAkademíunnar

Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri HA, var fenginn til að stýra vinnunni og notaði þar áhugaverðar og skemmtilegar aðferðir sem fólust meðal annars í að fólk mótaði eigin útfærslur með legókubbum sem stóðu fyrir sýn á áherslur og verkefni sem framtíðarstefna fyrir AkAk þurfi að taka til. Gert er ráð fyrir að næstu mánuðir verði notaðir til að vinna að þessu verki. Hér er ein mynd af legóbyggingum dagsins.