Silfurblýanturinn – bernska Davíðs Stefánssonar.

Valgerður H. Bjarnadóttir, félagi í AkAk, var þá með fyrirlestur á Hlíð um bernsku Davíðs Stefánssonar skálds og sóttu hann rúmlega 40 gestir. Auk hugleiðinga um bernsku skáldsins og bernskusagnabrota frá honum sjálfum, las Valgerður nokkur af fyrstu ljóðunum sem varðveist hafa eftir Davíð, auk seinni ljóða hans sem vísa til bernskunnar.

Frá árinu 2016 hefur AkAk boðið íbúum heimilanna upp á fyrirlestra sem hafa jafnframt verið opnir fyrir aðra bæjarbúa. Markmiðið er að bjóða upp á fræðandi fyrirlestra um fjölbreytt viðfangsefni með aðgengilegum og áhugaverðum hætti. Norðurorka hf. styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári.