Ritun sögu Leikfélags Akureyrar

Á 75 ára afmæli félagsins var gefin út bókin Saga leiklistar á Akureyri sem Haraldur Sigurðsson ritaði. Sigurgeir tekur upp þráðinn og fer yfir sögu Leikfélagsins þar sem Haraldur lét staðar numið.

Áhugasömum gefst kostur á að tryggja sér eintak af ritinu nú í febrúar á aðeins 2.500 krónur og fá jafnframt nafn sitt ritað á heillaóskaskrá.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar.