Opið hús hjá AkureyrarAkademíunni í tilefni af Akureyrarvöku

Í tilefni af Akureyrarvöku verður AkureyrarAkademían með opið hús í húsakynnum sínum í verslunarmiðstöðinni að Sunnuhlíð 12, laugardaginn 30. ágúst nk., kl. 14:00-16:00. 

Heimilisfólk Akademíunnar tekur á móti gestum, kynnir starfsemina og sýnir vinnuaðstöðuna. Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Öll velkomin í heimsókn! 

AkureyrarAkademían er þverfaglegt samfélag fólks sem vinnur að fjölbreyttum og skapandi verkefnum. Við bjóðum upp á góða aðstöðu, hvetjandi umhverfi og skemmtilegan starfsanda. 

Við hlökkum til að sjá ykkur!