Margskonar myndlist

Margskonar myndlist.Fyrirlestur Heiðu Bjarkar Vilhjálmsdóttur, verkefnastjóra fræðslu og miðlunar hjá Listasafninu á Akureyri, í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 31. október, kl. 13:30.

Í fyrirlestrinum mun Heiða Björk fræða gesti um ólíka miðla myndlistar út frá völdum verkum úr safneign Listasafnsins. Í myndlist merkir orðið miðill þá aðferð sem listamaður hefur valið til að vinna í en listamenn nota margskonar aðferðir til að miðla og tjá hugmyndir sínar. Tekin verða dæmi af fjölbreyttum verkum eftir ólíka listamenn.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa.

Öll hjartanlega velkomin!