Lýsa - Kulnun er ekki einkamál!

Í ár er viðfangsefnið streita og kulnun í starfi. 

Umræðan um streitu og kulnun í starfi hefur verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum og víðar upp á síðkastið. Mikil streita getur haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar og mikilvægt að sporna við fjarveru frá vinnu af völdum streitu og kulnunar.

Á LÝSU mun AkureyrarAkademían í samstarfi við VIRK starfsendurhæfingu, Háskólann á Akureyri og Akureyrarbæ standa fyrir viðburðinum Kulnun er ekki einkamál!

Þar mun Inga Dagný Eydal, hjúkrunarfræðingur, segja frá sinni reynslu af kulnun í erindinu Þegar streitan yfirtekur allt. Hildur Petra Friðriksdóttir, ráðgjafi hjá VIRK, fjallar um kulnun og starfsendurhæfingu og að lokum mun Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við HA, fjalla um niðurstöður rannsókna sinna á heilsu og líðan í lok vinnudags meðal starfsfólks sveitarfélaganna. Að loknum erindunum verður boðið upp á pallborð og umræður undir stjórn Karls Frímannssonar, fræðslustjóra Akureyrarbæjar.