KEA styrkir samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimila Akureyrar

Markmið samstarfsverkefnisins, sem unnið er að frumkvæði AkureyrarAkademíunnar, er að bjóða upp á fræðslu um vísindi, listir og menningu fyrir íbúa á öldrunarheimilum bæjarins, sem sumir hverjir hefðu annars ekki kost á að sækja slíka viðburði.

Boðið verður upp á fjögur erindi í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og öldrunarheimilanna í vetur.

Tvö erindi hafa verið haldin. Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur fjallaði um baráttuleiðir eyfiskra kvenna á fyrri helmingi 20. aldar þann 4. nóvember og Jón Hjaltason sagnfræðingur fjallaði um stærstu bruna á Akureyri þann 2. desember. 

Dr. Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur verður með erindi um förumenn og flakkara þann 10. febrúar á næsta ári.

Síðasta erindi fyrirlestraraðarinnar flytur Arndís Bergsdóttir safnafræðingur þann 17. mars 2017 en það fjallar um konurnar sem unnu á verksmiðjunum á Akureyri.