Iðnaðarbærinn Akureyri

Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri, segir frá ljósmyndasýningu safnsins „Iðnaðarbærinn Akureyri“, í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 31. maí kl. 13:30.

Á Akureyri var hægt að fá allt sem þurfti fyrir heimilið og heimilisfólkið; fatnað, matvöru, hreinlætisvörur, gos og öl, húsgögn, málningu, innréttingar. Akureyringar voru stoltir af því að versla vörur sem framleiddar voru í bænum jafnvel af viðskiptavininum sjálfum. Ef ekki þá örugglega af einhverjum sem viðkomandi þekkti.

Sýndar verða fjölmargar ljósmyndir en þær geyma merka sögu iðnaðar á Akureyri og fólksins sem þar starfaði.

Dagskráin er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir viðburðinn.

Öll hjartanlega velkomin!