Verkalýðs- og stjórnmálastarf Elísabetar Eiríksdóttur á Akureyri og landsvísu

Því var farin sú leið að taka fyrirlestrana upp og gera þá aðgengilega á vefsíðu AkAk fyrir íbúa heimilanna. 

Hér er upptaka af fyrirlestri Aðalheiðar Steingrímsdóttur, kennara og sagnfræðings, um verkalýðs- og stjórnmálastarf Elísabetar Eiríksdóttur á Akureyri og landsvísu. 

Elísabet var formaður verkakvennafélagsins Einingar frá 1927 til 1960, bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir vinstri flokka frá 1927 til 1954 og tók hún líka virkan þátt í baráttu kvennahreyfingarinnar fyrir jafnrétti kvenna í launa- og atvinnumálum.

Fyrirlesturinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrar.