„Maður fór eins og asni út í heiminn, bæði peningalaus og klæðalaus“

Jóninna bjó mestan hluta ævi sinnar á Akureyri og var landsþekkt fyrir störf sín að eflingu húsmæðramenntunar og þekkingu almennings á matargerð og húshaldi.

Um 30 til 40 manns komu saman í salnum á Lögmannshlíð og hlýddu á skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um ævi og störf þessarar merku konu.

Norðurorka hf. styrkir fyrirlesturinn.