Ársfundur AkureyrarAkademíunnar 2024

Ársfundur AkureyrarAkademíunnar 2024 fer fram miðvikudaginn 15. maí nk. og hefst kl. 19:30. Fundurinn er í húsnæði AkAk, Sunnuhlíð 12, Akureyri.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar apríl 2024

Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út. Þar er greint frá helstu tíðindum í starfinu frá því að síðasta fréttabréf var sent út í febrúar sl.

Ísland í 80 ár! Málþing um stöðu og þróun lýðveldis og lýðræðis á Íslandi.

AkureyrarAkademían stendur fyrir opnu málþingi í tilefni af því að á þessu ári eru 80 ár frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi árið 1944. Málþingið fer fram í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, laugardaginn 4. maí 2024, kl. 14:00-17:00.

Steinunn Jóhannesdóttir Hayes: "Ég vildi verða eitthvað mikið og vinna afrek"

Fyrirlestur Þorgerðar Önnu Björnsdóttur um Steinunni Jóhannesdóttur Heyes í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Vestursíðu 9, Akureyri, föstudag 26. apríl, kl. 13:30.

Mín eigin lög - kynning á bók um málsmeðferðarreglur á Alþingi

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, kynnir bókina sína, í stofu M101 í HA, miðvikudag 3. apríl 2024, kl. 12:15.

Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar febrúar 2024

Nýtt Fréttabréf AkureyrarAkademíunnar er komið út.

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2024

Í síðustu viku fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2024 í Menningarhúsinu Hofi.

Ert þú frumkvöðull sem vantar vinnuaðstöðu?

AkureyrarAkademían auglýsir eftir umsóknum um vinnuaðstöðu til að vinna að þróun nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í samstarfi við Akureyrarbæ.

Jólakveðja

AkureyrarAkademían óskar félögum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Styrkúthlutun Uppbyggingarsjóðs 2024

Fyrir skömmu voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir árið 2024. Úthlutað var samtals 73,6 m.kr. til 76 verkefna í þremur flokkum; stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar, menningarstyrkir og atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir.