Doktorsvörn Valgerðar S. Bjarnadóttur

Þann 4. júní sl. var svo komið að því að Valgerður varði doktorsverkefni sitt við hátíðlega athöfn. Á vörninni spunnust áhugaverðar umræður um viðfangsefni Valgerðar og rannsóknir hennar í víðu samfélagslegu samhengi. Við fyrrum samstarfsfólk Valgerðar í AkureyrarAkademíunni erum glöð og stolt af þessum mikla áfanga sem Valgerður hefur nú lokið og það hefur verið gefandi og lærdómsríkt að fá að fylgjast með ferlinu. Valgerður hefur jafnframt verið fyrirmyndarfélagi á þessum tíma og meðal annars starfað sem formaður og ritari í stjórn AkAk og setið í fulltrúaráði.