Dagskrá ársfundar AkureyrarAkademíunnar 2020

Fundur hefst kl. 20:00 á því að fundarmenn kjósa ritara og fundarstjóra. Steinunn A. Ólafsdóttir býður sig fram sem ritari og Sigurgeir Guðjónsson býður sig fram sem fundarstjóri.

Dagskrá ársfundar er eftirfarandi:

  1. Skýrsla stjórnar.
    1. Steinunn A. Ólafsdóttir, stjórnarformaður.
  2. Endurskoðun reikninga.
    1. Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri, kynnir ársreikning.
  3. Upptalning fulltrúa.
    1. Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, telur upp fulltrúa.
  4. Kjör formanns og fulltrúaráðs.
    1. Ársfundur kýs sjö manna fulltrúaráð. Stjórn er skipuð þremur einstaklingum úr fulltrúaráði. Formaður er kosinn sérstaklega. Fulltrúaráð kýs úr sínum röðum gjaldkera og ritara.

i.Þeir sem hafa boðið sig fram í fulltrúaráð:

  1. Steinunn A. Ólafsdóttir, formaður.
  2. Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri.
  3. dr. Sigurgeir Guðjónsson, ritari.
  4. dr. Arndís Bergsdóttir, fulltrúaráð.
  5. dr. Martina Huhtamäki, fulltrúaráð.
  6. Bergljót Þrastardóttir, fulltrúaráð.
  7. dr. Valgerður S. Bjarnadóttir, fulltrúaráð.
  1. Fjárhagsáætlun og árgjald.
    1. Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, leggur fram rekstraráætlun fyrir 2020.
    2. Árgjald er nú 1500 kr. Stjórn leggur til óbreytt árgjald.
  2. Breytingar á skipulagsskrá. Stjórn leggur til breytingar á skipulagsskrá samkvæmt meðfylgjandi tillögum með útsendri dagskrá ársfundar.
  3. Önnur mál.
    1. Starfsstefna AkAk/starfsáætlun samkvæmt skipulagsskrá AkAk.
    2. Mánaðarlegir súpufundir fulltrúa AkAk.
    3. Vorferð fulltrúa.
  4. Fundi slitið.