Bók um norrænu skólakerfin

Fyrri kaflinn heitir The Intricacies of Educational Development in Iceland: Stability or Disruption? og sá seinni Evidence and Accountability in Icelandic Education – An Historical Perspective?

Bókin er framlag til alþjóðlegra rannsókna sem taka til samanburðar á menntastefnum og áhrifa þverþjóðlegra stofnana á skólastefnu þjóða og umbótastarf.

Í bókinni er skoðuð merking Norræna módelsins eða Norrænu víddarinnar fyrir skóla- og menntastefnu og fjallað er ítarlega um skólastefnu norrænu landanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar og hvernig þau takast á við þverþjóðlegt samstarf í skólamálum, svo sem skólaumbætur, kröfur um ábyrgð, gagnasöfnun og hvað virkar og tölvuvæðing.