Fyrirlestur fyrir íbúana á Hlíð og aðra bæjarbúa

Föstudaginn 19. maí sl. var listakonan Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir – Hadda - með skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur í salnum á Hlíð um það hvernig sauðkindin og afurðir hennar hafa nært sköpunarsögu okkar frá upphafi byggðar á Íslandi og veitt innblástur í verklega og andlega list og handiðnir.

Um 60 gestir sóttu fyrirlesturinn.

Þetta var annar fyrirlesturinn á þessu ári í fyrirlestraröð AkAk og hjúkrunarheimilanna í bænum fyrir íbúa heimilanna og aðra bæjarbúa. 

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir fyrirlestraröðina á þessu ári. 

Takk öll fyrir komuna!

Næstu fyrirlestrar verða í september og október í haust.