Ársfundur AkureyrarAkademíunnar 2018

Í upphafi fundar var Valgerður S. Bjarnadóttir kosin fundarstjóri og Steinunn Arnars Ólafsdóttir ritari.

Bergljót Þrastardóttir stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar þar sem fjallað var um það helsta á starfsárinu. Ólafur B. Thoroddsen gjaldkeri kynnti endurskoðaðan ársreikning stofnunarinnar og svaraði spurningum fundarmanna. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri taldi upp nýja fulltrúa.

Fulltrúaráð AkAk er skipað sjö fulltrúum og þrír þeirra mynda stjórn.

Í fulltrúaráð starfsárið 2018-2019 voru kosin:

Bergljót Þrastardóttir, stjórnarformaður
Steinunn Arnars Ólafsdóttir, ritari
Ólafur B. Thoroddsen, gjaldkeri
dr. Arndís Bergsdóttir
dr. Martina Huhtamäki
dr. Sigurgeir Guðjónsson
Valgerður S. Bjarnadóttir

Farið var yfir fjárhagsáætlun stofnunarinnar og jafnframt ákveðið að árgjald yrði óbreytt milli ára. Í lok fundar var rætt um verkefni sem eru á döfinni, svo sem vorhreinsun, vorfagnað og LÝSU.