Akureyrarbær og AkureyrarAkademían styðja frumkvöðlastarf

Myndin var tekin í tilefni af undirrituninni: Aðalheiður Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri AkAk, Þór…
Myndin var tekin í tilefni af undirrituninni: Aðalheiður Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri AkAk, Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu og Kristinn Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs Akureyrarbæjar.

Starfsaðstöðunni fylgja skrifstofuhúsgögn, nettenging, aðgangur að prentara og sameiginlegri aðstöðu eins og fundaherbergi og eldhúsaðstöðu.

Gert er ráð fyrir að starfsaðstaðan verði auglýst laus til umsóknar til sex mánaða í senn fyrir einstaklinga sem vinna að verkefnum á sviði nýsköpunar eða frumkvöðlastarfs og að í haust verði auglýst í fyrsta skipti eftir umsóknum.

Samningsaðilar hafa jafnframt sett verklagsreglur um auglýsingar og hvernig verður staðið að vali á þeim einstaklingum sem fá inni hjá Akademíunni hverju sinni. 

Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar, 25. maí 2021. Sjá hér

Fylgiskjal með samstarfssamningi Akureyrarbæjar og Akureyrarakademíunnar, 20. maí 2021. Sjá hér