AkureyrarAkademían hlýtur Jafnréttisviðurkenningu Akureyrarbæjar

Um var að ræða tveggja daga samræðuþing með það að markmiði að hvetja konur til þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Ýmsir sérfræðingar voru kallaðir til sem fóru yfir þá þætti sem skipta máli og tengjast þátttöku í stjórnmálum en þátttakendur lögðu ekki síður sitt af mörkum við að miðla af sinni þekkingu og reynslu.

Á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu sem haldin var á sumardaginn fyrsta voru veittar viðurkenningar til stofnana, einstaklinga, félaga eða fyrirtækja sem hafa að mati frístundaráðs staðið sig best við framgang jafnréttismála á Akureyri. Það var okkur í AkureyrarAkademíunni mikill heiður að hljóta viðurkenningu Akureyrarbæjar fyrir verkefnið Konur upp á dekk!