AkureyrarAkademían er flutt

Það hefur farið vel um akademóna í Árholti undanfarin ár enda góður andi í húsinu. Þar voru skrifaðar bækur, unnið að doktors- og meistaraverkefnum og öðrum rannsóknarverkefnum og talsverður hópur meistaranema kláraði lokaverkefni sín og einnig nokkrir doktorsnemar. AkureyrarAkademían kveður því Árholt eftir gjöful og góð ár.