Það minnsta sem þú getur gert! Grænn lífstíll, umhverfismerki og siðræn neysla

Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, fjallar um grænan lífstíl, umhverfismerki sem treysta má og hvað hver og einn getur lagt fram í þágu sjálfbærs umhverfis. Það munar um það minnsta hjá hverjum og einum.

Brynhilfur Pétursdóttir, fulltrúi hjá Neytendasamtökunum, fjallar um siðræna neyslu og hvernig neytendur geta beint viðskiptum sínum til fyrirtækja sem axla samfélagslega ábyrgð. Skilaboðin skipta máli.

Elva og Brynhildur munu eiga samtal við fundargesti að erindum loknum.

Allir velkomnir!