Starfshættir við lagagerð á Alþingi - ímyndir og raunmyndir. Málþing í samstarfi AkureyrarAkademíunnar, Háskólans á Akureyri og ReykjavíkurAkademíunnar.
Tilefni málþingsins eru átök og atburðir við meðferð frumvarpa á síðastliðnu vorþingi, en sjónarhornið verður þó almennara og víðfeðmara, – eða framkvæmdin við lagagerðina sjálfa, sem bæði byggir á faglegum forsendum og stjórnmálabaráttu. Áhersla verður lögð á málsmeðferð frumvarpa, gæði lagasetningar og skipulag starfa.
Fundarstjóri er Thomas Barry, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Boðið verður upp á streymi frá málþinginu en ekki verður hægt að senda inn fyrirspurnir til framsögufólks í pallborðinu, sjá Zoom slóð í auglýsingu um málþingið í viðburðadagatali á vefsíðu Háskólans á Akureyri.
Dagskrá
Öll velkomin!