Silfurblýanturinn – bernska Davíðs Stefánssonar

Í Fagraskógi fæddist Davíð Stefánsson skáld og ólst upp. Þar eignaðist hann silfurblýant, eins konar örlagaarf eftir frænda sinn Ólaf Davíðsson. Í þessum fyrirlestri segir Valgerður H. Bjarnadóttir frá bernsku skáldsins, les bernskusagnabrot frá honum sjálfum, og nokkur af fyrstu ljóðunum sem varðveist hafa, auk seinni ljóða sem vísa til bernskunnar.

Valgerður er félagi í AkureyrarAkademíunni, starfar sjálfstætt að skrifum, ráðgjöf og fræðslu, en var um nokkurt skeið húsfreyja í Davíðshúsi og hefur síðustu ár fjallað víða um líf og störf Davíðs í fyrirlestrum og spjalli.

Fyrirlesturinn fer fram í salnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Austurbyggð 17, Akureyri, föstudaginn 16. september, og hefst kl. 13:30.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Norðurorka hf. styrkir fyrirlestraröðina.
Allir eru velkomnir - enginn aðgangseyrir.