Komdu með í skólasögustrætó 28. ágúst!

Skólasögustrætóinn gengur sunnudaginn 28. ágúst kl. 10:00 og kl. 13:00 og verður lagt af stað frá strætisvagnastöðinni í miðbænum hjá BS0. Hver hringur tekur um tvær klst.

Leiðsögumenn eru Aðalheiður Steingrímsdóttir, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Sesselja Sigurðardóttir.

Skólasögustrætóinn er samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar, Minjasafnsins á Akureyri og Strætisvagna Akureyrar. Menningarsjóður Akureyrar styrkir viðburðinn.

Sjá nánari upplýsingar í viðburðadagatali Akureyrarvöku.