Hvers konar þéttbýli viljum við?

Í fyrirlestrinum ætlar dr. Páll Jakob Líndal að fjalla um upplifun fólks í þéttbýlisumhverfi, hvað þurfi að leggja áherslu á svo skapa megi mannvænt og heilsusamlegt þéttbýli og hvernig megi brúa bilið milli ólíkra hagsmunahópa þegar kemur að hönnun og uppbyggingu þess.

Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 26. apríl, í sal Félags eldri borgara á Akureyri, Bugðusíðu 1, og hefst kl. 16:00.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir bæjarbúa í tilefni af 160 ára afmæli Akureyrarbæjar. Markmiðið er að auka framboð á fjölbreyttu og aðgengilegu efni um sögu og menningarlíf á Akureyri og að virkja almenning til þátttöku. Menningarsjóður Akureyrar styrkir viðburðaröðina. 

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.