Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri

Fyrirlestur Bryndísar Fjólu Pétursdóttur, garðyrkjufræðings og sjáanda, um nýsköpunarverkefnið Huldustígur í Lystigarðinum á Akureyri. Bryndís Fjóla fjallar um huldufólkið og álfana sem búa í garðinum og á Íslandi almennt og mikilvægi samtalsins við náttúruna í fortíð og á okkar tímum.

Fyrirlesturinn er haldinn í salnum á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, að Vestursíðu 9, Akureyri, föstudaginn 28. apríl, og hefst hann kl. 13:30.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar og hjúkrunarheimilanna á Akureyri á þessu ári fyrir íbúa heimilanna og aðra bæjarbúa.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA styrkir fyrirlestraröðina.